Whirlpool – í yfir 100 ár

Whirlpool ættu allir Íslendingar að þekkja enda eitt vinsælasta vörumerki í flokki stærri heimilistækja hér á landi síðustu áratugi. Whirlpool eru leiðandi afl þegar kemur að því að auka einfaldleika í tækjanotkun með hjálp tækninnar. Whirlpool tækin eru stílhrein og fallega hönnuð svo þau henta hvaða heimili sem er.
Whirlpool leggur sig fram við að auka skilvirkni á heimilum hvort sem er í eld- eða þvottahúsinu. Nýjustu tækin frá Whirlpool eru útbúin innsæi með innbyggðum valmöguleikum sem auðvelda notendum að taka ákvarðanir um eldunar-, kæli- eða þvottastillingar og tíma. Þannig hjálpa heimilistækin frá Whirlpool við að spara þér tíma og orku ásamt því að koma í veg fyrir óþarfa áhyggjur og ágiskanir.
Innsæið í Whirlpool vélunum les þarfir þvottsins, máltíðanna og matvælanna og aðlagast nýjum aðstæðum. Whirlpool tækin reikna t.a.m. út hversu mikið vatn þarf til þess að þvo þvottinn ásamt því mæla rakastig til þess að hámarka bakstursskilyrði. Þessi framúrskarandi tækni veldur því að fötin endast lengur, maturinn eldast jafnar og ferskleikinn helst í matvælunum.
Whirlpool leggur áherslu á að uppfylla helstu gæðakröfur en draga úr vatns- og orkunotkun á sama tíma. Whirlpool líta á það sem skyldu sína, sem leiðandi afl í heimilistækjum, að vera einnig leiðandi í umhverfisvernd. Það er markmið Whirlpool að viðhalda sífelldri endurskoðun í leit að sniðugari og umhverfisvænni lausnum til þess að stýra heimilinu hvort sem það er einkaheimilið eða heimili okkar allra, jörðin.